top of page
GettyImages-109722875_edited.jpg

GOLFFERÐIR

 
Bogogno Golf Resort er einstök útivistarparadís staðsett í fallegu umhverfi norðan við Mílanó á Ítalíu. Af hverju að velja Bogogno Golf Resort?

 

  • Hótelherbergin er með rúmgóðum og þægilegum herbergjum.

  • Tveir veitingastaðir eru við hótelið, annars vegar í klúbbhúsinu sem er opin frá hádegi til klukkan sex og hins vegar a la carte veitingastaður þar sem bornir eru fram ekta ítalskir réttir, ásamt vínum úr nágrenninu.

  • Bogogno Golf Resort er 30 km frá Malpensa flugvellinum í Mílanó, um það bil 30 mínútna keyrsla á hótelið.

  • Hægt er að leigja sér reiðhjól og hjóla í nágrenninu og einnig ganga merktar gönguleiðir.

 

Auk þess að njóta frábærrar golfaðstöðu, geta gestir heimsótt nærliggjandi borgir og upplifað menningu, matargerð og náttúru norðurhluta Ítalíu. Hvort sem þú ert að skipuleggja golfferð með vinum eða í afslappandi frí með fjölskyldunni, er Bogogno Golf Resort kjörinn áfangastaður.

Á hótelinu eru 50 herbergi af mismunandi stærðum og gerðum:
  • Átján 28 fermetra double herbergi

  • Tuttugu og átta 33 fermetra deluxe herbergi

  • Fjórar 70 fermetra svítur

 

Comfort herbergin eru einstaklega rúmgóð með gólfsíðum gluggum, fallegu baðherbergi og góðum skápum.

Á þaki hótelsins er sameiginlegt svæði þar sem gestir geta æft sig við að pútta eða farið í heitan pott og notið útsýnisins yfir Monte Rosa fjöllin.

 

Á hótelinu eru:

  • Bar

  • Heilsulind

  • Líkamsræktarstöð

  • Tennisvöllur

  • Sundlaug ofl.

 

Sundlaug og heilsulind

Sundlaugin er staðsett við hlið hótelsins þar sem er notaleg aðstaða til að synda og njóta sólarinnar.

Á hótelinu er einkar glæsileg heilsulind þar sem veitt er fjölbreytt þjónusta í hlýjulegu og notalegu umhverfi.

HAFÐU SAMBAND

Fyrir nánari upplýsingar hafðu samband við okkur á tölvupósti info@lotusferdir.is eða hringdu í síma 553-3600.

Hlökkum til að heyra frá þér.


bottom of page