
SKILMÁLAR
Lótusferðir starfar með fullgild leyfi frá opinberum aðilum, þar á meðal Ferðamálastofu Íslands, til sölu pakkaferða.
Farþegar njóta þar af leiðandi verndar samkvæmt lögum nr. 95/2018 um pakkaferðir og samfellda ferðatilhögun.
Leyfishafi rekstursins er Reykjavík Concierge ehf., sem jafnframt er eigandi Lótusferða.
1. Almennt
Þessir ferðaskilmálar gilda um allar ferðir sem skipulagðar eru af Lótus Ferðum, kt. 660313-1920, Mánatúni 9, 105 Reykjavík. Með því að bóka ferð samþykkir viðskiptavinur skilmála þessa og skuldbindur sig til að fylgja þeim.
2. Verð, verðbreytingar og greiðslur
Við bókun skal greiða staðfestingargjald sem tryggir þátttöku í ferðinni. Staðfestingargjaldið er óafturkræft – jafnvel ef ferðaskrifstofan neyðist til að rifta samningi vegna vanefnda af hálfu farþega. Fjárhæð staðfestingargjalds getur verið mismunandi eftir ferðum og er tilgreind í skilmálum hverrar ferðar. Sama á við um aðrar greiðslur og greiðsluskilmála – nánari upplýsingar má finna í sérskilmálum viðkomandi ferðar.
Verð á ferð getur tekið breytingum ef upp koma breytingar á eftirfarandi þáttum:
-
Flutningskostnaði, þar á meðal eldsneytisverði
-
Sköttum eða þjónustugjöldum, s.s. lendingargjöldum og aðgangseyri
-
Gengi gjaldmiðla, ef breyting fer yfir 5% frá bókunardegi
-
Athugið: Gengisbreytingar hafa þó ekki áhrif ef ferðin hefur verið að fullu greidd áður en breytingin átti sér stað
-
-
Skilmálum greiðslukortafyrirtækja, ef þeir hafa áhrif á heildarkostnað
Við áskiljum okkur rétt til að leiðrétta verð eða endurgreiða ferð ef rangt verð hefur verið gefið upp vegna innsláttarvillu, tæknilegs galla eða annarra mistaka í kerfi okkar. Sama á við um texta og myndir sem kunna að fela í sér rangar eða villandi upplýsingar.
2. Bókun og greiðsla
Staðfesting ferðar fer fram við greiðslu staðfestingargjalds, sem er hlutfall af heildarverði ferðar. Full greiðsla skal berast að lágmarki 8 vikum fyrir brottför nema annað sé sérstaklega tekið fram.
3. Afturköllun og endurgreiðsla
Afbókanir og breytingar skal senda skriflega á ferðaskrifstofuna á info@lotusferdir.is. Heimilt er að gera breytingu á bókun án kostnaðar sé það gert innan 5 daga frá bókun. Sé breyting á ferð gerð síðar áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að rukka breytingagjald. Að öðru leyti vísast í skilmála hverrar ferðar. Kostnaður við breytingar á flugi fer eftir reglum þess flugfélags sem fljúga skal með, sé flug innifalið í ferðinni.
Farþega er heimilt að framselja ferð sína til annars aðila svo framarlega sem það uppfylli skilyrði þjónustuaðila svo sem hótels, flugfélags, sé flug innifalið í ferð. Auka kostnaður kann að leiða af slíku framsali t.a.m. breytingargjald sem framseljandi ferðar og/eða framsalshafi eru ábyrgir á að greiða.
4. Breytingar á ferð
Lótus Ferðir áskilja sér rétt til að gera breytingar á dagskrá, ferðaleiðum eða gististöðum ef nauðsyn krefur, t.d. vegna veðurs, náttúruhamfara, verkfalla eða annarra utanaðkomandi aðstæðna. Slíkar breytingar veita ekki sjálfkrafa rétt til endurgreiðslu.
5. Lágmarksþátttaka
Flestar ferðir fara fram ef lágmarksþátttaka næst (yfirleitt 10 manns). Ef þátttaka næst ekki áskiljum við okkur rétt til að fella niður ferðina með a.m.k. 14 daga fyrirvara og endurgreiða ferðagjöld að fullu.
6. Ábyrgð og tryggingar
Viðskiptavinir ferðast á eigin ábyrgð. Lótus Ferðir bera ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til slysa, veikinda, tapaðra muna, seinkana eða náttúruhamfara. Við hvetjum farþega til að kaupa viðeigandi ferðatryggingar hjá tryggingafélagi fyrir brottför.
7. Kvartanir og ágreiningur
Kvartanir skulu berast sem fyrst á meðan á ferð stendur svo unnt sé að bregðast við þeim tafarlaust. Ef ekki tekst að leysa málið á staðnum skal kvörtun vera skrifleg og berast skrifstofu Lótus Ferða innan 14 daga frá heimkomu.
8. Persónuvernd
Við vinnum með persónuupplýsingar í samræmi við lög og reglur um persónuvernd. Sjá nánar persónuverndarstefnu okkar.
Munið að skrá nöfn ávalt eins og skráð er á vegabréfi.






