top of page

GOLFFERÐIR

Við hjá Lótus ferðum sérhæfum okkur í að skipuleggja golfferðir sem henta jafnt einstaklingum sem hópum. Hvort sem þú ert að leita að rólegri ferð með nokkrum golfhringjum eða heilli golfferð með vinum, fjölskyldu eða félagasamtökum, bjóðum við upp á sérsniðnar lausnir sem tryggja að upplifunin verði ógleymanleg.

Sérsniðnar golfferðir

Engar tvær golfferðir eru eins – og við leggjum metnað okkar í að hlusta á óskir þínar. Við aðstoðum við val á áfangastöðum, golfvöllum, gistingu og afþreyingu utan vallar, svo ferðin verði nákvæmlega í samræmi við þínar þarfir.

Reynslan skiptir máli

Með áralanga reynslu í skipulagningu golfferða þekkjum við vel hvað skiptir máli. Við tryggjum að allt smáatriði sé í lagi – frá flugi og flutningum til rástíma og þjónustu á staðnum. Þannig getur þú einbeitt þér að því sem skiptir mestu máli: að njóta golfins í fallegu umhverfi.

Fyrir einstaklinga og hópa

Við bjóðum bæði upp á einstaklingsferðir þar sem þú ræður ferðinni sjálfur, og hópferðir þar sem við sjáum um skipulagið frá A til Ö. Hópferðir henta vel fyrir golfklúbba, vinahópa eða vinnustaði sem vilja sameina frábæra golfferð og góða samveru.

bottom of page